Skeiðfélagið kynnir með stolti fyrirlestur sem fer fram fimmtudagskvöldið 7.apríl í Hlíðskjálf á Selfossi. Húsið opnar klukkan 19:30 og fyrirlesturinn hefst klukkan 20:00. Fyrirlesarinn er enginn annar en Þorvaldur Árnason.
Fyrirlesturinn ber heitið „Þjálfun afrekshrossa - Hvað getum við lært af þjálfun í frjálsum íþróttum“
Þorvaldur hefur náð góðum árangri í keppni og þjálfun á skeiðhrossum.
Hann hefur notast við þjálfunarfræði sem tekur mið af þeirri reynslu sem hann hefur öðlast um þjálfun ungs fólks í frjálsum íþróttum og hefur heimfært það yfir á þjálfun skeiðhesta.
Skeiðáhugafólk og aðrir áhugamenn um íslenska hestinn ættu ekki að láta það framhjá sér fara þegar svo mikill fræðimaður sem Þorvaldur er sækir okkur heim og eys úr brunnum visku sinnar.
Inn á fyrirlesturinn kostar litlar 1000 krónur íslenskar og hlökkum við til að sjá sem flesta.
Með góðri kveðju
Skeiðfélagið
Skeidfelagid@gmail.com