Glæsilegt Opið world ranking íþróttamót Sleipnis verður haldið að Brávöllum daganna 19– 22 maí. 

Miðað er við að mótið hefjist á fimmtudagskvöldi á skeiðgreinum. En með framkvæmd þeirra fer Skeiðfélagið og verða þetta því fyrstu skeiðleikar sumarsins og eru þeir einnig world ranking.
Opið er fyrir skráningar frá og með deginum í dag og lokað verður fyrir skráningar þriðjudagskvöldið 17.maí klukkan 23:59.
Keppendur takið eftir að einungis verður tekið við 300 skráningum og því er það þannig að fyrstur kemur fyrstur fær.
Skráning fer fram á eftirfarandi netslóð; http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add
Eftirfarandi greinar eru í boði á WR mótinu


• Skeiðgreinar Skeiðfélagsins: 250 m skeið, 150 m skeið og 100 m (fljúgandi skeið)
• Meistaraflokkur : T1,V1,F1,T2 og Gæðingaskeið
• 1.flokkur : T3,V2,F2,T4 og Gæðingaskeið
• 2.flokkur : V2 og T7
• Ungmennaflokkur : V2,F2,T3,T4 og Gæðingaskeið
• Unglingaflokkur : V2,F2,T3,T7 og Gæðingaskeið
• Barnaflokkur : V2,F2,T3 og T7

Passa þarf að velja Sleipnir sem mótshaldara og fylla svo inní stjörnumerkta reiti. Neðst er hægt að velja um atburð og þá er valið Opið íþróttamót. Þá birtast, fyrir neðan, þær greinar sem í boði eru á mótinu. Keppandi velur sér grein og uppá hvora hönd skal riðið í þeim flokkum sem það á við. Þegar keppandi hefur valið það sem við á og fyllt út alla stjörnumerkta reiti er pöntunin sett í körfu sem er hnappur neðst á síðunni. Hægt er að bæta við fleiri skráningum og setja í körfuna. Þegar keppandi er búinn að skrá þá er farið í vörukörfuna efst í hægra horninu og gengið frá greiðslu þar, hægt er að velja um kortagreiðslu eða millifærslu.
Ath að ef greitt er með millifærslu þá verður að setja pöntunarnúmer sem tilvísun og senda póst á: gjaldkeri@sleipnir.is
Ef greiðsla hefur ekki borist þá er keppandi ekki skráður á mótið.
Skráningargjald er 4500 kr á grein fyrir fullorðna og ungmenni en 3500 kr fyrir börn og unglinga.Í öllum skeiðgreinum að gæðingaskeiði frátöldu er gjaldið 2500 kr á grein.
Við viljum benda á að nú ætlum við að bjóða uppá Tölt T7 2 flokkur,unglinga og barnaflokk. þar sem sýnt verður: hægt tölt, snúið við, frjáls ferð á tölti.
Vakin er athygli á því að 2.flokkur er ætlaður minna keppnisvönum knöpum. Íþróttamótsnefnd Sleipnis hvetur sína félagsmenn að sjálfsögðu til þátttöku í öllum greinum.
Mótanefnd áskilur sér rétt til að sameina og / eða fella niður greinar og flokka ef ekki næst nægileg þátttaka.
Með von um að sjá sem flesta.
Mótanefnd Sleipnis og Skeiðfélagið