Tilkynning vegna Landsmóts á Hólum í Hjaltadal.
Nú er gæðinga- og úrtökumóti Sleipnis lokið og efstu 5 hestar félagsmanna og 2 varahestar hafa unnið sér inn þátttökurétt á Landsmóti fyrir hönd Sleipnis.
Það er komið að skráningu hesta á mótið og biður stjórn Sleipnis þá aðila sem sjá sér ekki fært að fara á Hóla að láta vita. Ef ekkert heyrist frá eigendum eða knöpum þá munu hestar þeirra verða skráðir og með þeim knöpum sem riðu hestunum í einkunn á gæðingamóti Sleipnis þann 4-5 júní. Skráning fer í gegnum sportfeng og ekki hægt að breyta þegar skráningu er lokið.
Þeir sem vilja ríða á hægri hönd verða að láta vita, en það er í 1 skipti valkostur að velja á hvora hönd riðið er í forkeppni.

Tilvitnun: „ Stjórn LH og keppnisnefnd LH hafa eftir íhugun ákveðið að leyfa að sérstök forkeppni fari til reynslu fram upp á þá hönd sem knapar kjósa. Hingað til hefur hún einungis verið riðin á vinstri hönd sem er ekki í anda gæðingakeppninnar þar sem verið er að leita að besta hestinum og því mega knapar í milliriðlum kjósa upp á hvora hönd þeir ríða og meira að segja snúa við, og í úrslitum eru öll atriði sýnd upp á báðar hendur “.

Því þurfa þeir knapar sem hafa áunnið sér keppnisrétt á Landsmóti  að tilkynna sínum hestamannafélögum sem skila skráningum til LH, upp á hvora hönd þeir vilja ríða sína sérstöku forkeppni, hægri eða vinstri.

Það er því mjög áriðandi til að tryggja að allir sitji við sama borð að kanna hjá hverjum knapa, upp á hvora hönd hann vill ríða sérstaka forkeppni á Landsmóti, áður en skráningum er skilað í gegnum Sportfeng.

Að sjálfsögðu mælist stjórnin til þess að knapar keppi í félagsbúningnum. Þeir sem ekki eiga slíkan reyni að fá lánaðan eða sem líkastan búningi félagsins. Rut Stefánsdóttir er búinn að auglýsa eftir að fá lánaða búninga sem til að brúa bilið. Munum jafnvel auglýsa síðar eftir ákveðnum stærðum ef upp á vantar.
Þeir sem vilja panta sér beitihólf fyrir norðan þurfa að láta vita af því samkvæmt tilkynningu frá LH fyrir föstudaginn 10 júni. En þar sem formanni sást yfir tilkynninguna þá reynum við að fá frest til sunnudagskvölds. Panta allavega 5 hólf til öryggis þann 10 júní.

Fjöldi hólfa er takmarkaður og verður þeim úthlutað í hlutfalli við fjölda keppnishrossa frá hverju félagi. Í beiðni hvers félags þarf að koma fram fjöldi hólfa sem óskað er eftir sem og fjöldi hesta. Senda þarf inn þessa beiðni fyrir 10. júní. Beitarhólf þessi verða eingöngu í boði í gegnum þessar skráningar, þ.e. í gegnum hestamannafélög.

Einnig er í boði hesthúspláss. Beiðnir um hesthúspláss á mótssvæðinu á Hólum þurfa að berast Ingimar Ingimarssyni í netfangið iing@simnet.is. Senda þarf inn þessa beiðni fyrir 10. júní.

Hópreiðarstjóri Sleipnis verður Ingimar Baldvinsson og biðjum við þá sem hafa hesta fyrir norðan og hafa tök á að taka þátt, að setja sig í samband við Ingimar vegna hópreiðar á setningarhátíðinni. Gaman væri að eiga veglegan flokk í hópreiðinni.
Kveðja stjórnin.

Motssvaedi yfirlit--2016 Beitarholf-