Íslandsmótið í hestaíþróttum verður haldið á félagssvæði Sleipnis að Brávöllum á Selfossi dagana 21-24 júlí. Öllu verður tjaldað til enda búist við fjölda knapa, hesta og áhorfenda.
Mótanefnd Sleipnis hefur unnið markvisst að undirbúningi og verður mótssvæðið í hátíðarbúning og allt hið glæsilegasta.
Skráning fer fram á Sportfeng og þarf að velja Sleipnir sem mótshaldara og velja þar fyrir neðan Íslandsmót. Skráning er nú þegar opin en lokað verður fyrir skráningu á miðnætti miðvikudagsins 13.júlí.
Ef greitt er með millifærslu þarf að senda staðfestingu á netfangið gjaldkeri@sleipnir.is
Hér eru einkunalágmörk fyrir íslandsmót en það er parið, hesturinn og knapinn sem ná þurfa eftirfarandi lágmörkum. Vakin er athygli á því að einkunnir parsins mega vera allt að tveggja ára gamlar.
Tekin var ákvörðun um að setja þau þar sem gömlu meistaraflokkslágmörkin voru og eru þau sem hér segir:
Tölt T1 ; 6,5
Fjórgangur V1 ; 6,2
Fimmgangur F1 ; 6,0
Tölt T2 ; 6,2
Gæðingaskeið PP1 ; 6,5
250 m skeið 26 sekúndur
150 m skeið 17 sekúndur
100 m skeið 9 sekúndur
Hestamannafélagið Sleipnir hlakkar til þess að sjá ykkur í góðri stemmingu á Íslandsmóti 2016.
Mbk
Íslandsmótsnefnd Sleipnis