Íslandsmótið í hestaíþróttum fer fram á félagssvæði Sleipnis að Brávöllum Selfossi dagana 20-23 júlí næstkomandi. Spennan er að verða gífurleg og vinnur framkvæmdarnefnd mótsins alúðlega að því að hafa allt eins og best verður á kosið fyrir keppendur,áhorfendur og starfsfólk Ráslistar og dagskrá mótsins liggja nú fyrir og vegna mikilla skráning mun mótið hefjast á miðvikudegi og mótsslit verða á laugardegi. Allar afskráningar sendist á tölvupóst Íslandsmótsins sem er islmot2016@gmail.com. Einnig er þeim knöpum sem vilja gera sýningu sýna í forkeppni en viðameiri og glæsilegri bent á að á þetta email er einnig hægt að senda óskir um lög sem spilast eiga meðan á forkeppni stendur. Knöpum er vinsamlega bent á það að öllum hestakerrum skal lagt við reiðhöll Sleipnis á mótsdögum. Bent er á opinbera Facebook síðu Íslandsmótsins á vefslóðinni: https://www.facebook.com/events/245661249142365/ Framkvæmdarnefnd mótsins býður, fyrir hönd Sleipnis, alla velkomna að Brávöllum á Selfossi þar sem okkar bestu hestar og knapar munu leika listir sýnar á glæsilegu Íslandsmóti.

Miðvikudagur. 20. Júlí
13:00 Knapafundur
14:00 Fimmgangur 1.-20
16:00 Kaffihlé
16:30 Fimmgangur 21-40
18:30 Matarhlé
19:00 Fimmgangur 41-61
21:00 Dagskrárlok.

Fimmtudagur 21. Júlí
09:00 Fjórgangur 1-30
12.00 Matarhlé
13:00 Fjórgangur 31-51
15:00 Tölt T2 1-9
15:45 Kaffihlé
16:15 Tölt T2 10-18
17:45 Gæðingaskeið. 2 sprettir.
19:00 Dagskrárlok

Föstudagur 22. Júlí
10:00 Tölt T1 1-25
12 :00 Matarhlé
13:00 Tölt T1 26-52
15:00 Kaffihlé
15:30 Fimmgangur B úrslit
16:15 Fjórgangur B úrslit
17:00 150m og 250m skeið 2 sprettir fyrri umferð
19:00 Matarhlé
20:00 Tölt T1 B úrslit
20:45 100m Skeið 2 sprettir
22:00 Dagskrárlok.

Laugardagur 23. Júlí
10:00 250m skeið 2 sprettir seinni umferð
10:45 150m skeið 2 sprettir seinni umferð
12:00 Matur.
13:00 A úrslit Tölt T1
13:30 A úrslit Tölt T2
14:00 A úrslit fjórgangur
14:30 A úrslit fimmgangur
15:00 Mótsslit