Ekki náðist nægileg skráning til að hægt verði að bjóða uppá frumtamninganámskeið þetta haustið hjá Sleipni.
Við höfum þó sameinast um eitt námskeið með Ljúfi og hefst það námskeið í kvöld og verður haldið að Sunnuhvoli í Ölfusi, kennari er Arnar Bjarki.
Enn er hægt að bæta inná það námskeið.
Frumtamninganámskeið!
Á fimmtudaginn 20. Október hefst frumtamninganámskeið á Sunnuhvoli
Kennt verður þriðjudags og fimmtudagskvöld í 4 vikur og vinnur fólk með tryppin sjálft á milli tíma
Stefnt er að því að tryppin verði reiðfær í lok námskeiðsins
Gjaldið er 35.000kr en einnig bjóðum við uppá að hýsa tryppin á námskeiðs tímanum og hefur fólk þá aðgang að aðstöðunni en gjaldið er þá 70.000kr
Ef þú hefur áhuga á þessu endilega hafðu samband hér á Facebook eða í síma 846-9750 Arnar Bjarki
Fræðslunefnd