Tveggja helga frumtamninganámskeið verður haldið að Brávöllum á Selfossi 21.-23. okt og 28.-30. okt. 
Þetta fyrirkomulag reyndist okkur vel  2015.
Hver þátttakandi mætir með tryppi á tamningaaldri, má koma beint úr haga.

Farið verður í:

-Atferli hestsins
-Leiðtogahlutverk
-Fortamning á tryppi
-Undirbúningur fyrir frumtamningu
-Frumtamning

Takmarkaður fjöldi plássa svo um að gera að skrá sig sem fyrst, skráning í sportfeng
Kennari; Róbert Petersen
Verð: 40.000.-
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

19. og 20. nóvember verður Erlendur Árnason Skíðbakka með járninganámskeið í reiðhöll Sleipnis.
Áhugasamir taki þá helgi frá en nánari upplýsingar og skráning verður fljótlega.

Fræðslunefnd