Laugardaginn 12. nóvember verður járninganámskeið haldið í Austurási. Kennari verður Erlendur Árnason eða Elli eins og hann er kallaður. Nemendur mæta með hross til að járna, skeifur og helstu járningaáhöld. Hægt verður að fá lánað ef einhver áhöld vantar. Námskeiðið hefst kl 10 með sýnikennslu og eftir hádegishlé járnar hver og einn sinn hest og fær leiðsögn. Áætlað er að námskeiðinu ljúki um kl 16. Þetta kostar litlar 15.000.- krónur og inní gjaldinu er hádegisverður.
Það er takmarkaður fjöldi þátttakenda á þetta námskeið svo um að gera að skrá sig sem fyrst
http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
Fræðslunefnd