Í vetur verður boðið uppá reiðnámskeið í formi einkatíma.
Við erum svo heppin að hafa nælt í 2 frábæra reiðkennara til að vera með sitt hvorn hópinn en það eru þau Ísleifur Jónasson og Þórdís Erla Gunnarsdóttir. Þau þarf nú vart að kynna fyrir Sleipnisfólki en þau eru bæði reiðkennarar frá Hólum og hafa kennt í mörg ár t.d reiðmanninn og margt margt fleira.
Námskeiðin eru þannig að Þórdís byrjar 18. jan og kennir annan hvern miðvikudag (18.jan, 1. og 15. feb, 1. 15. og 29. mars) Hver tími eru 30 mínútur og byrjar fyrsti tíminn kl 17 en sá síðasti kl 20:30 það er því aðeins um 8 pláss að ræða. Ísleifur byrjar 25. janúar og kennir “hinn" hvern miðvikudag (25. jan, 8. og 22. feb, 8. og 22. mars og síðasti tíminn verður 5. apríl) Hver tími er 30 mínútur og byrjar fyrsti tíminn kl 18 og sá síðasti kl 21:30 hér eru líka aðeins 8 pláss í boði. Þó að hver tími sé 30 mínútur þá þreytumst við ekki á að hvetja nemendur til að fylgjast með hjá öðrum því þannig fæst mest út úr námskeiðinu.
Búið er að opna fyrir skráningu í sportfeng og kostar hvort námskeið 36.000.-
Kennsla fer að sjálfsögðu fram í glæsilegu reiðhöllinni okkar.

Ef þú hefur áhuga þá ferðu inná http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add velur Sleipni sem námskeiðshaldara skráir þina kennitölu sem Knapi/Sýnandi/Þátttakandi og velur svo annað hvort einkatímar hjá Ísleifi og einkatímar hjá Þórdísi Erlu þar sem stendur “veldu atburð”. Velur svo að setja í körfu og gengur frá greiðslu. Ef verið er að skrá þátttakanda undir 18 ára þarf að skrá kennitölu forráðamanns þar sem stendur “Forráðamaður knapa”

Ef þið hafið einhverjar spurning þá er um að gera að vera ófeimin að spyrja okkur í fræðslunefndinni.

Linda Björk Ómarsdóttir lindaomars@simnet.is
Rut Stefánsdóttir rut@trs.is
Hrund Harðardóttir hrund@simnet.is