Reiðnámskeið með Rósu Birnu Þorvaldsdóttur reiðkennara
helgina 24.-26 febrúar 2017
Þor og styrkur !
Fyrirhugað er að halda reiðnámskeið fyrir hestaáhugafólk sem er styttra á veg komið og langar að styrkja sig í reiðmennsku og fá aukinn kjark og þor í samskiptum sínum við hestinn og umhverfið.
Tímarnir vera í reiðhöllinni og er fyrsti tíminn á föstudeginum 24. feb og síðan 2 tímar á laugardeginum og 2 á sunnudeginum -
alls 5 tíma á mann.
Markmið námskeiðsins er að auka færni og öryggi knapanna í samskiptum sínum við hestana.
Kennslan verður miðuð út frá forsendum og óskum hvers og eins.
Tímarnir geta verið einkatímar eða 2 – 3 saman í hóp,
allt eftir þátttöku og óskum hver og eins.
Hámarks fjöldi á námskeiðið er 8 manns og
kostar kr. 23.000.-
Öruggur knapi er ánægður knapi.
Skráning er á slóðinni hér á eftir: http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
Fræðslunefnd Sleipnis.