Laugardaginn 25. febrúar n.k. verður við með opið í Hliðskjálf og kaffi á könnunni frá kl. 10.00 – 12.00
Þetta tókst svo vel hjá okkur síðast og hlökkum við til að sjá ykkur aftur og jafnvel enn fleiri.
Höfum þetta bara svipað og áður - fólk kemur með veitingar með sér á hlaðborðið .
Ferðanefndin ætlar að mæta á staðinn og kynna sumarferð Sleipnis um kl. 10.30 - endilega fjölmenna og heyra hvert á að fara í sumar.
Einnig verður hægt að skrá sig í ferðina hjá nefndinni eftir fundinn.
Fjölmennum í Hliðskjálf á laugardaginn milli 10.00 – 12.00
Fræðslunefnd / Ferðanefnd.