Tveggja helga frumtamninganámskeið verður haldið að Brávöllum á Selfossi 27.-29. okt og 3. - 5. nóv
Þetta fyrirkomulag hefur reynst okkur vel.
Hver þátttakandi mætir með tryppi á tamningaaldri, má koma beint úr haga.
Farið verður í:
-Atferli hestsins
-Leiðtogahlutverk
-Fortamning á tryppi
-Undirbúningur fyrir frumtamningu
-Frumtamning
Takmarkaður fjöldi plássa svo um að gera að skrá sig sem fyrst, skráning á netfangið betasv@simnet.is
Kennari; Róbert Petersen
Verð: 40.000.-
Fræðslunefnd