Í vetur ætlar Þórarinn Ragnarsson að vera með þriggja helga námskeið þar sem hann aðstoðar unga knapa við undirbúning og þjálfun keppnishesta þeirra. Þórarinn er menntaður reiðkennari frá Hólum og keppnisknapi mikill. Það er því mikill fengur í því að fá hann til að aðstoða ungu knapana í Sleipni fyrir komandi keppnistímabil.
Fyrirkomulagið verður á þann hátt að Þórarinn hittir þátttakendur eina helgi í febrúar, mars og apríl og er hver tími einkatimi í 45 mín, tími bæði laugardag og sunnudag.
Kostnaður er kr. 30.000 og eru 12 pláss í boði.
Frábært tækifæri fyrir unga knapa að í að setja sér markmið og þjálfa keppnishestinn sinn undir leiðsögn og kennslu reiðkennara sem hefur náð glæsilegum árangri á keppnisvellinum.
Skráning fer fram á Sportfeng http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add

Fræðslunefnd