Nú stendur fyrir dyrum kjör á Íþróttakonu og íþróttakarli Árborgar fyrir árið 2017. Samkvæmt reglum um kjörið stendur íþrótta- og menningarnefnd Árborgar fyrir kjörinu í desember ár hvert í umboði bæjarstjórnar Árborgar. Úrslitin verða síðan kunngerð á uppskeruhátíð ÍMÁ í sal FSu fimmtudaginn 28.desember nk. kl. 20:00
Af hálfu Sleipnis eru tilnefnd Elin Holst og Bergur Jónsson
Elin Holst
Elin var í 2. sæti á Íslandsmóti í fjórgangi, hún var í 1. sæti í tölti T2 og fjórgangi á opnu WR íþróttamóti Sleipnis. Elin vann B- flokk gæðinga á opnu gæðingamóti Sleipnis og varðveitir því klárhestaskjöldinn sem veittur er efsta hesti B-flokks á ári hverju. Auk þessa var Elin framarlega í Meistaradeildinni og vann fjórganginn auk þess að vera í úrslitum í fleiri greinum. Þessi árangur vannst á Frama frá Ketilsstöðum sem er í eigu Elinar. Elin sýndi önnur hross með prýðis árangri og var útnefnd íþróttaknapi Sleipnis fyrir árið 2017. Elin er jafnframt efst á World Ranking listanum í fjórgangi.
Bergur Jónsson
Bergur var Íslandsmeistari í tölti T1 og hafnaði í 3 sæti í tölti á WR íþróttamóti Sleipnis. Hann varð samanlagður sigurvegari í Meistaradeildinni síðastliðinn vetur þar sem hann vann tölt T1 auk þess að vera í úrslitum í fleiri greinum. Þessi árangur náðist á Kötlu frá Ketilsstöðum sem var hans aðalkeppnishross á árinu. Bergur var valin knapi ársins hjá Hestamannafélaginu Sleipni sem eru aðalverðlaun félagsins.
Nú stendur yfir netkosning sem allir geta tekið þátt í, hér að neðan er tengill í kosninguna þar sem hægt er að greiða atkvæði: