Reiðnámskeið Æskulýðsnefndar
Boðið verður upp á tvenns konar  námskeið að þessu sinni:

Almennt reiðnámskeið (leikir/fjör/fræðsla) sem er hugsað fyrir þá nemendur sem finnst skemmtilegast að hittast og hafa gaman saman, leika sér á hestunum og fá létta fræðslu varðandi umgengni við hestinn, reiðmennsku og gangtegundir í leiðinni. Kennari: Áslaug Fjóla Guðmundsdóttir. Fjöldi nem. í hóp er 6- 8. Verð: 12.000,- fyrir 8 tíma/skipti. Kennt verður á þriðjudögum og fyrsti tími hefst 30. janúar.

Keppnisnámskeið sem hugsað er fyrir nemendur sem hafa áhuga á því að undirbúa sig fyrir keppni á mótum í vetur. Kennari: Ragnhildur Haraldsdóttir. Fjöldi nemenda í hópi er 1-3 og kennt í 30-60 mínútur (fer eftir fjölda í hópi). Verð 21.000,- fyrir fyrir 6 tíma/skipti. Kennt verður á mánudögum og fyrsti tími hefst 29. janúar.

Nánari upplýsingar og skráning í netfanginu: hronnbjarna@hotmail.com fyrir 24. janúar 2018.

Bestu kveðjur,
f.h. æskulýðsnefndar
Hrönn Bjarnadóttir