Nú fer vetrarstarf Æskulýðsnefndar að fara í gang og við ætlum að blása til kynningarfundar í Hliðskjálf miðvikudaginn 10. janúar kl. 20:00. Þar munum við fara yfir helstu verkefni vetrarins, kynna fyrirhuguð námskeið og taka á móti skráningum á reiðnámskeið. Reiðnámskeiðin verða einnig auglýst á vef Sleipnis.

Vonumst til að sjá sem flesta,
kv. Æskulýðsnefndin