Ferðanefndin boðar til þorrareiðar og -blóts laugardaginn 17 febrúar. Riðið verður frá reiðhöllinni á Selfossi um klukkan 14:00 og farin hæfileg vegaleng á þessum árstíma. Boðið verður upp á léttar veitingar á sannsgjörnu verði í reiðinni.
Um og upp úr klukkan 17:00 verður síðan þorra blótað í félagsheimilinu Hliðskjálf.
Miðasala í matinn verður í forsölu hjá Baldvin og Þorvaldi frá 26 janúar til 2 febrúar. Verði verður stillt í hóf að venju og ekki verður selt í matinn á staðnum.

Ferðanefndin