Næstkomandi föstudagskvöld 09.feb. kl. 20:00 ætlar Bergur Jónsson að halda sýnikennslu í reiðhöllinni á Brávöllum. Bergur er flestum hestamönnum góðu kunnugur og er afrekaskrá hans á keppnisbrautinni sem og í kynbótasýningum farsæl. Þar má nefna nýjustu rósina í hnappagat hans glæsihryssuna Kötlu frá Ketilsstöðum sem Bergur sýndi síðasta sumar og uppskáru þau 8,9 í hæfileikadómi, þar af 10 fyrir tölt, brokk og vilja og geðslag. Það verður spennandi að sjá hvernig Bergur hagar þjálfun hrossa sinna og hvetjum við alla hestamenn að mæta.
Aðgangseyrir er kr. 500, ekki posi, og verður boðið uppá kaffi.
Kær kveðja,
Fræðslunefnd