Föstudaginn 19. janúar kl. 20, annað kvöld, verður Kristín Lárusdóttir reiðkennari með meiru með sýnikennslu í reiðhöllinni á Brávöllum. Kristín er menntaður reiðkennari frá Hólum og fyrrverandi heimsmeistari í tölti. Aðgangeyrir er 500kr og boðið verður uppá kaffi.
Hvetjum alla hestamenn að mæta og sjá hvernig Kristín hagar sinni þjálfun.
Fræðslunefnd