Laugardaginn 27. janúar verður járninganámskeið haldið í Austurási. Kennari verður Erlendur Árnason eða Elli eins og hann er kallaður. Nemendur mæta með hross til að járna og helstu járningaáhöld. Hægt verður að fá lánað ef einhver áhöld vantar. Námskeiðið hefst kl 10 með sýnikennslu og eftir hádegishlé járnar hver og einn sinn hest og fær leiðsögn. Áætlað er að námskeiðinu ljúki um kl 16. Þetta kostar litlar 18.000.- krónur og inní gjaldinu er hádegisverður og einn gangur af skeifum. Vinsamlega leggja inná reikning 0152-26-100174 kt 590583-0309 og senda kvittun á gjaldkeri@sleipnir.is Setja járn.nám í skýringu.
Það er takmarkaður fjöldi þátttakenda á þetta námskeið svo um að gera að skrá sig sem fyrst.
Sportfengur er ekki að virka sem skyldi þannig að skraning fer fram í gegnum netfangið fraedslunefnd2018@gmail.com Þar þarf að koma fram nafn, gsm númer og tölvupóstur.
Fræðslunefnd