Við ætlum að hefja hið velheppnaða laugardagskaffi næstkomandi laugardag. Við fáum góðan gest, Höllu Eygló Sveinsdóttir héraðsráðunaut hjá RML og ætlar hún að fræða okkur um fóðrun og umhirðu hrossa.
Húsið opnar kl. 10 og verður fyrirkomulagið eins og í fyrra, allir koma með smáræði til að setja á borðið og boðið verður uppá kaffi. Hlökkum til að sjá sem flesta.
Fræðslunefndin.