Tveir nemendur á 3ja ári á Hestabraut Fsu, Aldís Gestsdóttir og Elísa Benedikta Andrésdóttir, munu halda námskeið fyrir áhugasama krakka á aldrinum 7-12 ára, helgarnar 17. og 18. mars og 24. og 25. mars (samtals 4 skipti/dagar). Þær munu skipta krökkunum í tvo hópa: 7-9 ára (kl. 10-12:30) og10-12 ára (kl. 13-16). Þetta reiðnámskeið er hluti af lokaverkefni þeirra á hestabrautinni og verður vafalaust enginn svikinn af þessu námskeiði hjá upprennandi reiðkennurum.
Fyrirkomulagið verður þannig að börnin mæta fyrst í Félagsheimilið Hliðskjálf og hljóta þar bóklega fræðslu í klukkutíma. Eftir það beisla þau hesta sína, leggja á og koma út í Reiðhöll þar sem verklegur tími hefst. Þar sem takmarkaður fjöldi þátttakenda kemst að á þessu námskeiði (6 nemendur í hvorum aldursflokki) gildir gamla góða reglan fyrstur kemur, fyrstur fær og biðjum við ykkur því að skrá börnin sem fyrst.
Verð fyrir námskeiðið kr. 5.000 greiðist í fyrsta tíma (17. mars).
Tekið verður við skráningum í netfanginu: valborg_tryggva@live.com
Nánari upplýsingar hjá Æskulýðsnefnd Sleipnis.
kv. Æskulýðsnefnd Sleipnis