Næstkomandi þriðjudag, 10. apríl, býður Æskulýðsnefnd Sleipnis börnum og unglingum að mæta í Reiðhöllina og fá leiðsögn sem miðar að því að bæta jafnvægi á hestbaki (sætisæfingar).  Áslaug Fjóla Guðmundsdóttir, reiðkennari, mun sjá um kennsluna.  Áhugasamir mega mæta á hvaða tíma sem er frá 17-19, ÁN  HESTA  því Æskulýðsnefnd Sleipnis mun útvega þá hesta sem notaðir verða í þetta verkefni. 
Nánari upplýsingar veita meðlimir Æskulýðsnefndar