Kæru foreldrar/forráðamenn,Kæru foreldrar/forráðamenn,
Óvissuferðin verður farin nk. fimmtudaginn 10. maí (uppstigningardag). Lagt verður af stað frá Hliðskjálf stundvíslega kl. 9 um morguninn og áætluð heimkoma er á milli 19 og 20 sama dag. Æskulýðsnefndin sér um fjörið og fæðið (í fljótandi og föstu formi), allan daginn þannig að fólk þarf ekki að hafa annað með sér heldur en góða skapið og hlýjan klæðnað.
Verð fyrir fullorðinn: kr. 1.500
barn: kr. 1.000
Nauðsynlegt er að skrá sig í þessa ferð því við þurfum að panta rútu með tilliti til fjölda þátttakenda. Vinsamlegast sendið tölvupóst á hronnbjarna@hotmail.com með nöfnum þeirra sem ætla að panta sæti,..... ekki seinna en mánudag 7. maí.
Sjáumst hress,Æskulýðsnefnd