Hið árlega Páska tölt og skeið í gegnum höllina verður haldið miðvikudaginn 28 mars í Fákaseli. Byrjar kl 18:00. Keppt verður í 4 flokkum auk skeiðs í gegnum höllina. 17 ára og yngri ( unglingaflokkur) og áhugamannaflokkur í T7 ( hægt tölt og fegurðartölt). Ungmennaflokkur og opinn flokkur T3 ( hægt tölt hraðabreytingar og greitt tölt). Riðið verður eftir þul. Skráning fer fram á sportfeng og opnar að kvöldi miðvikudags 21. mars og lýkur að kvöldi mánudags 26 mars. Skráningar gjald 1500 kr í 17 ára og yngri og ungmennaflokki 2500 kr í áhugamanna og opnum flokki. Kvittun fyrir greiðslu skal berast á gjaldkeri@sleipnir.is . ATH mótið Opið öllum !!!
Helgi í Góu gefur Páskaegg í öllum flokkum .
http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add
Drög að Dagskrá byrjar kl 18:00
- 17 ára og yngri
- Ungmennaflokkur
- Áhugamannaflokkur
- Opinn flokkur
- Hlé
- Skeið
- Úrslit í sömu röð
Mótanefnd