Síðustu skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar og skeiðfélagsins árið 2017 fara fram á Brávöllum á Selfossi miðvikudaginn 6.september. Skeiðleikarnir verða með hefðbundnu sniði nema hvað að þeir munu hefjast klukkan 18:30.

Skráning er hafin á Sportfeng þar sem velja þarf Skeiðfélagið sem mótshaldara. Ekki er hægt að greiða með korti og því þarf að velja millifærslu og senda staðfestingu á skeidfelagid@gmail.com. Skráningu lýkur mánudagskvöldið 4.september á miðnætti. Mikil spenna er í heildarstigakeppninni og ljóst að úrslit ráðast hver hlýtur farandbikarinn Öderinn. Gefandi þessara verðlauna eru Gunnar Arnarsson og Kristbjörg Eyvindsdóttir til minningar um þann mæta hestamann Einar Öder Magnússon. 

Hér er staða efstu knapa fyrir loka mótið

1.sæti Konráð Valur Sveinsson 68 stig
2.sæti Glódís Rúnar Sigurðardóttir 49 stig
3.sæti Davíð Jónsson 47 stig
4.sæti Teitur Árnason 45 stig
5.sæti Ævar Örn Guðjónsson 39 stig
6.sæti Sæmundur Sæmundsson 37 stig
7.sæti Bjarni Bjarnason 32 stig