Þeir félagsmenn / konur / ungmenni sem enn eiga ógreidd félagsgjöld hjá Sleipni eru minnt á að langt er komið fram yfir eindaga þeirra. Samkvæmt 4.grein laga félagsins munu þeir sem enn eiga ógreidd félagsgjöld ársins 2018 þann 20.maí nk. vera teknir út af félagatali Sleipnis og ÍSÍ. Einnig verður aðgangi sem fylgir félagsaðild að World Feng lokað sem og lyklar að reiðhöll afvirkjaðir þar sem það á við. Bent er á að endurskráning í félagið getur tekið tvö sólahringa eða meir að verða virkur hvað varðar skráningarkerfi Sport Fengs / Kappa / ÍSÍ.
Stjórnin