Aðalfundur Sleipnis og Sleipnishallarinnar ehf var haldinn miðvikudaginn 24.jan.sl. Mæting var góð og vill Stjórn þakka félagsmönnum fyrir góðan og uppbyggilegan fund. Þar var í fyrsta sinn úthlutað úr afreks-styrktarsjóði Árborgar til þeirra félaga sem efst stóðu í árangri 2017. Þau sem valin voru fyrir starfsárið 2017 voru: Bergur Jónsson, Elin Holst og Glódís R.Sigurðardóttir. Voru þau kölluð upp til móttöku styrks og viðurkenninga. Breytingar urðu á stjórn félagsins, úr stjórn gengu: Oddur Hafsteinsson og Fjóla Kristinsdóttir en í þeirra stað voru kosin: Óðinn Örn Jónsson og Anna B.Níelsdóttir. Stjórn Sleipnis vill þakka fráfarandi stjórnarfólki sem og öllum þeim sem störfuðuð í nefndum félagsins og eða lögðu félaginu lið fyrir mikil og óeigingjörn störf á liðnu starfsári sem og bjóða nýtt fólk velkomið til starfa . Húsnefnd eru færðar þakkir fyrir umsjón og kaffiveitingar á fundinum.
Stjórn Sleipnis.