Óvissuferð Æskuýðsnefndar var farin þann 10.maí sl. Farið var í Hella í Landsveit þar sem lengsti manngerðir hellirinn var skoðaður, þaðan á Efri-Rauðalæk þar sem Guðmundur Björgvinsson tók á móti okkur og spjallaði við krakkana um hestamennsku (mynd af honum með hopnum). Við grilluðum á Gaddstaðaflötum og fengum að notast við reiðhöllina þar. Fórum næst á Skeiðvelli þar sem Katrín og Lísbet tóku á móti okkur, Lísbet sýndi okkur listir með hestinum sínum. Fórum næst í Lava Centre á Hvolsvelli og síðan í sund á Hellu og enduðum á að fá hamborgara frá Hamborgara búllunni á Selfossi.
Kv. Æskulýðsnefndin
{gallery}Ovissuferd2018{/gallery}