Baðtúrinn
Á morgun laugardaginn 26. maí er spáð slagveðri eins Sunnlendingum einum er tamt að njóta. Þrátt fyrir það ætla hresst fólk á ströndinni að baða sín hross við Stokkseyri og er ætluð tímasetning á því upp úr klukkan 15:00.
Ekki verður skipulögð hópferð frá Selfossi að þessu sinni en áhugasömum bent á að hópa sig saman eða mæta með hross niður á strönd og njóta með vösku fólki.

Ferðanefndin