Ágætu ferðafélagar 

Nú er komið að því, síðasta tilkynning frá ferðanefndinni. Hestaflutningabílinn tekur þau hross sem fara með þar upp í Norðurtröðinni, við hús Grétars Halldórs, á morgun upp úr klukkan 16:00. Áætlar að leggja af stað þaðan klukkan 16:30. Hrossunum ekið að Tröðum á Snæfellsnesi. Þau sem fara með sín hross sjálf mæta þar og gefa sig fram við heimafólkið þar sem vísar á girðinguna sem hestunum verður sleppt í yfir nóttina. Á staðnum verður einnig kerra til að setja í reiðtygi yfir nóttina. Þið mætið síðan á Hótel Eldborg þar sem möguleiki verður á að fá sér léttan kvöldverð, súpu og eitthvert meðlæti. Afgreiðslan er með lista með nöfnunum ykkar, allt eftir því hvernig fólk raðaði sér saman og í hvaða gistingu. Okkur verður síðan ekið að Tröðum á miðvikudagsmorgninum þar sem ferðalagið hefst og riðið í Skógarnes, síðan um Skógarnesið á degi 2 og að lokum að Hótel Eldborg þar sem ferðalaginu líkur. Þið getið skoðað þetta á ágætis korti á vefsjá Landsambans hestamanna " lhhestar.is ".
Munið eftir varaskeifum undir ykkar hesta, góðaskapinu og mögulega léttum regnfatnaði ef verðuspá gengur eftir.

Sjáumst hress, ferðanefndin.