Helgina 8-10 júní fer fram á Brávöllum á Selfossi opið gæðingamót og úrtaka Sleipnis, Ljúfs og Háfeta. Ákveðið hefur verið að hafa tvöfalda úrtöku og ákveður fólk við skráningu hvort það taki þátt í seinni umferð úrtökunnar. Fyrri umferð mótsins gildir til úrslita en seinni umferðin er eingöngu úrtaka. Hæsta einkunn hvers hests gildir inn á Landsmót.
Til að auðvelda tölvuvinnu á mótinu biðjum við keppendur vinsamlegast að haka við gæðingaflokkur 1“ og „gæðingaflokkur 2“ í þeim flokki sem þeir skrá ef þeir ætla í báðar umferðir. T.d. ef keppandi ætlar að skrá hest í A flokk tvöfalda umferð þá hakar viðkomandi bæði í A flokkur gæðingaflokkur 1 og A flokkur gæðingaflokkur 2. Ef knapi ætlar eingöngu í fyrri umferð þá hakar hann í „gæðingaflokkur 1“ í viðkomandi keppnisgrein.
Skráning er opin og fer fram á Sportfeng. lýkur henni 5.júní.
http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add
Skráningargjald er eftirfarandiA-flokkur, B-flokkur og ungmennaflokkur; 5000 kr
Unglingaflokkur og barnaflokkur; 4000 kr.
Staðfesting á millifærslu berist á gisli-@hotmail.com.