Aðrir skeiðleikar Baldvins og Þorvaldar sumarið 2018 eru á miðvikudagskvöldiuð 6.júní.
Nú eins og undanfarinn ár er keppt í stigakeppni sem nær yfir allt keppnistímabilið.
Til mikils er að vinna í heildarstigakeppninni þar sem hestavöruverslunin Baldvin og Þorvaldur gefa heildarsigurvegurum ársins eftirfarandi verðlaun.
1.sæti 100.000 króna gjafaúttekt í Baldvin og Þorvaldi
2.sæti 50.000 króna gjafaúttekt í Baldvin og Þorvaldi
3.sæti 25.000 króna gjafaúttekt í Baldvin og Þorvaldi
Heildarsigurvegari skeiðleika vinnur einnig farandbikar sem gefinn er af Gunnari Arnarssyni og Kristbjörgu Eyvindsdóttur til minningar um Einar Öder Magnússon
Skráning er hafin á Sportfeng þar sem velja skal Skeiðfélagið og „Skeiðleikar 2“.
http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add
Skráningu lýkur mánudagskvöldið 4.júní.
Gjaldi í hverja keppnisgrein er 3000 kr.
Staðfesting á millifærslu berist á skeidfelagid@gmail.com