Skráning á Landsmót
Hvert hestamannafélag ber ábyrgð á skráningu sinna félagsmanna. Hestmannafélögin taki það fram í sínum skráningum fyrir Landsmót upp á hvora hönd hver knapi vill ríða. Komi varahestur inn skal hann sýna upp á sömu hönd og sá sem hann kemur í staðinn fyrir. Skráningargjöld eru 9.000 kr í allar greinar og alla flokka. Greiða skal skráningargjöld við skráningu.
Varðandi skráningu landsmótsfara fyrir hönd Sleipnis eru þeir beðnir um að hafa samband við Gísla Guðjóns á netfanginu: gisli-@hotmail.com