Í október og nóvember ætlar fræðslunefnd Sleipnis að bjóða uppá Knapamerki 1. Bóklegi þátturinn verður kenndur í októrber, 3 skipti í eina og hálfa klukkutstund í senn og svo verður bóklegt próf. Í nóvember verður svo verkleg kennsla og verður hún kennd á 3 vikum og að lokum er verklegt próf.
Í Knapamerki 1 lærir knapi eftirfarandi atriði:
• Að undirbúa hest rétt fyrir reið
• Geta teymt hestinn á múl eða beisli við hlið sér á feti og brokki/tölti
• Geta farið á og af baki beggja megin
• Kunna rétt taumhald og að stytta rétt í taumi
• Geta setið hest í lóðréttri (hlutlausri) ásetu á feti, tölti/brokki og hægu stökki
• Geta framkvæmt nokkrar sætisæfingar í hringtaum skv. stjórnun frá kennara
• Geta skipt á milli hlutlausrar ásetu, hálfléttrar og stígandi ásetu (1. stig stígandi áseta)
• Kunni að skilja rétt við hest og búnað að reiðtíma loknum

 

Kennari er Maiju Maaria Varis reiðkennari.

Skipulag kennslunnar er eftirfarandi:

Félgasheimili, Hlíðskjálf kl. 18:00
10. október Bókleg kennsla
11. október Bókleg kennsla
17. október Bókleg kennsla
18. október Próf

Lágmarksfjöldi í bóklega kennslu eru 4 nemendur.
Verð kr. 10.000 á mann

Reiðhöll kl. 18:00
5. nóvember Verkleg kennsla
7. nóvember Verkleg kennsla
12. nóvember Verkleg kennsla
14. nóvember Verkleg kennsla
17. nóvember Verkleg kennsla 2 tímar (fyrir og eftir hádegi)
20. nóvember Verkleg kennsla
22. nóvember Verkleg kennsla
24. nóvember Verklegt próf

Lágmarksfjöldi í verklega kennslu eru 4 nemendur.
Verð kr. 22.500 á mann

Skráning er inná skraning verður á www.sportfengur.com frá og með 10. september

Fræðslunefnd