Veturinn 2018 var stofnaður hópur kvenna hjá hestamannafélaginu Sleipni sem kom saman einu sinni í viku undir stjórn reiðkennarans Rósu Birnu Þorvaldsdóttur og fékk nafnið Töltskvísur Sleipnis. Hópurinn var stofnaður til efla þátttöku kvenna í hestamennsku, styrkja þær sem knapa og bæta hestana þeirra. Fyrirmynd þessarar tegundar reiðkennslu er sótt í Töltgrúbbu Ragnheiðar Samúelsdóttur. Reiðkennslan fer þannig fram að allar konurnar eru samtímis á baki og ríða ákveðnar reiðleiðir í reiðhöllinni. Þannig læra konurnar ýmis hugtök sem notuð eru við þjálfun hrossa í reiðhöllum og um leið þurfa þær að hafa stjórn á hestum sínum, passa millibil og tímasetningar. Slíkar æfingar virka auðveldar, en eins og máltækið segir þá er auðveldara um að tala en í að komast.

Afrakstur æfinga hópsins var svo sýndur á Hestafjöri í reiðhöll hestamannafélagsins Sleipnis, sem fram fór í apríl 2018 og tókst atriðið mjög vel.

Í vetur stendur til að bera út boðskapinn enn frekar, æft verður í Ölfushöllinni og við ætlum að bjóða fleiri konum að vera með. Ákveðið hefur verið að bjóða konum úr hestamannafélögunum Smára, Trausta, Loga, Geysi, Háfeta og Ljúf að taka þátt, auk þess sem að Sleipniskonur verða áfram með. Töltskvísur Sleipnis verða því Töltskvísur Suðurlands. Rósa Birna verður áfram reiðkennari hópsins og kemur til með að stýra æfingum og setja upp reiðleiðir.
Kynningarfundir verða haldnir á Selfossi og á Flúðum í október næstkomandi.
Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að senda þær á netfangið toltskvisur@gmail.com