Fræðslunefnd Sleipins stefnir á að halda frumtamninganámskeið með Robba Pet í lok október, 19. – 21. og 26. – 28. október. Til að grundvöllur sé fyrir því að fá Robba til okkar verða þátttakendur að vera að lágmarki 12 manns. Þessi námskeið hafa verið vinsæl og þátttakendur mjög ánægðir með afrakstur þess og langar fræðslunefndinni að halda áfram að bjóða uppá þetta námskeið. Kostnaðurinn á mann er kr. 40.000.

Hvetjum félagsmenn að skrá sig og vera með því eins og við vitum byggist öflugt félagsstarf Sleipins á þátttöku félagsmanna á þeim viðburðum sem í boði eru.

Skráning fer fram á http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add og muna að senda greiðslukvittun á netfangið betasv@simnet.is

Bestu kveðjur,
Fræðslunefnd Sleipnis