Fræðsluhefnd Sleipnis býður félagsmönnum uppá námskeið með Ragnhildi Haraldsdóttur reiðkennara. Námskeiðið er haldið að Vallartröð 9 og verða hestar á staðnum.
Námskeiðið er sætisæfinganámskeið þar sem farið verður yfir ásetu hvers og eins nemanda og unnið í helstu vandamálum hvers og eins. Hver og einn vinnur í hringtaum ásamt kennara í 30 mín í einu og kennt verður laugardag og sunnudag, 1 tími á mann hvorn dag. Gott er fyrir þátttakendur að horfa á aðra en ekki nauðsynlegt. Til að við náum að þjálfa hestinn okkar sem best er nauðsynlegt að við séum í sem bestu jafnvægi og líkamsstöðu á baki hestsins til að geta gefið honum rétta ábendingar með likamsbeitingu okkar.
Í boði eru 6 pláss og verður kennt helgina 17. – 18. nóvember næstkomandi, laugardag kl. 10 – 13 og sunnudag kl. 13 - 16. Verð kr. 8000 og skráning fer fram á http://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add
Kær kveðja,
Fræðslunefnd Sleipnis