Ólafur Andri Guðmundsson reiðkennari ætlar að heimsækja Sleipnisfélaga og nærsveitunga fimmtudaginn 22. nóvember kl. 20. Ólafur Andri er Sleipnisfélögum góðu kunnugur en hann heimsótti okkur einnig fyrir árisíðan og var með sýnikennslu sem áhorfendur létu vel af. Það er því tilvalið að skella sér í reiðhöllina að Brávöllum og eiga góða kvöldstund með Ólafi og öðrum því eins og máltækið segir: Maður er manns gaman, ekki verra ef hestur er með.
Inngangseyrir er kr. 500 við innganginn (ekki posi) og heitt verður á könnunni.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Fræðslunefnd Sleipnis