Hittumst við hesthúsahverfið á Eyrarbakka kl. 14 og þaðan riðið austur fjöruna og að hefðbundnum baðstað í Stokkseyrarfjöru.
Þeir sem treysta sér til, þeir baða hrossin og aðrir fylgjast með en taka þátt í skemmtilegri hefð Hestamannafélagsins Sleipnis.
Síðan verður riðið til baka með viðkomu í hlaðinu á Gamla-Hrauni og formleg samreið endar aftur við hesthúsahverfið á Eyrarbakka.
Eftir það munu félagar sjá um sig sjálfir.
Kv. Ferðanefnd Sleipnis