Ferðaáætlun: 
Föstudagur 12. júní. Lagt af stað frá  Gaddstaðaflötum kl 13:00  og stefnan sett austur í Landeyjar um nýja Oddabrú. Þar verður gist á hestabúgarðinum Ármóti í tvær nætur. Laugardag og sunnudag verður riðið um Vestur- og Austur Landeyjar ca. 25 km á dag á góðum reiðgötum. Ferðinni lýkur á sunnudag á Skíðbakka í Landeyjum. 

Rútuferðir: 
Föstudagur: Frá Ármóti að Gaddstaðaflötum kl 11:00 

Laugardagur: Seinnipart frá áfangastað (þar sem hrossin verða) ekið að Ármóti.

Sunnudagur: Frá Ármóti  til hrossanna í upphafi dags og svo frá Skíðbakka að Ármóti að lokinni ferð (til að sækja hestakerrur og bíla).

Gisting: 
Tvær nætur í Ármóti. 

6 tveggja manna herbergi með uppábúnum rúmum í gistihúsi.

6  einsmanns herbergi, uppábúin rúm (baðherbergi með öðrum) í smáhýsi.

Eigin tjald/vagn/hýsi aðgangur að salernum.

Eigin dýna á gólfi í sal með aðgangi að salernum.

Varðandi gistingu í rúmum þá er framboðið takmarkað 

og því mun reglan fyrstur kemur fyrstur fær gilda. 

Matur:
Föstudagur - hver og einn nestar sig að heiman. Seinnipartshressing og kvöldverður 

verður sameiginlegur í veitingasal.

Laugardagur- Morgunverður, nesti smurt af morgunverðarborði, Seinniparts- 

hressing og kvöldverður - allt sameiginlegt í veitingasal.

Sunnudagur - morgunverður  og nesti smurt af morgunverðarborði sameiginlegt í veitingasal.

Hestar:
Ferðin miðast við 2-3 hesta á mann. Við biðjum ykkur að skrá fjölda hesta í skráningarformið og hvort óskað er eftir flutningi fyrir hestana. 

Flutningur á hestum: Hestaflutningar að Gaddstaðaflötum fimmtudagskvöld frá Selfossi kl 21:00 og frá Skíðbakka á Selfoss sunnudagskvöld, panta þarf í það - kostar  5000 á hest. 

Þeir sem flytja hestana á eigin vegum geyma kerrur í Ármóti (rúta þaðan á föstudagsmorgun).

Kostnaður:
Gisting, matur, salur, hagabeit fyrir hross, rútuferðir. 

30.000 með gistingu í eigin vagni eða á eigin dýnu í sal.

50.000 með gistingu í herbergi.

Hestaflutningar eru utan við þessa tölu.

Greiðsla fyrir ferðina leggist inn á reikning nr. 0152-26-7074  kt. 590583-0309 Þeir sem óska eftir herbergi bíði eftir staðfestingu áður en þeir greiða fyrir herbergið.

Skráning hefst miðvikudaginn 6. maí og greiða þarf fyrir ferðina fyrir 4. júní.
Skráning fer fram gegn um vefsíðuna og er hnappur til skráningar hægra megin á forsíðu.


Allt miðast þetta skipulag við það að áfram gangi okkur vel að halda covid í skefjum og leyfilegt verði að fara í ferðir sem þessa í júní.

Ferðanefnd Sleipnis

Davíð, Benóný, Inga og Hrund