Einn góðan dag í janúar tóku nokkrir vaskir félagsmenn sig saman undir stjórn Árna Sigfúsar og lagfærðu reiðgerðið okkar.

Þeir fengu myndarlega styrkir frá Byko, Fossvélum og Ræktó til verksins. Fjórir bílar af grús fóru í stóra gerðið og og einn í tunnuna, utan um hana og inn í sporaslóðina. Mikið af timbri var brotið og fúið í reiðgerðinu og skiptu þeir um það efni. Gerðið hefur fengið góða upplyftingu og er nú hægt að ríða í því skammlaust.

Frábært framtak og ekki þurfum við að kvíða sjálboðavinnunni við reisingu og frágang reiðhallarinnar miða við þessa upphitun.

Fyrir hönd félagsmanna, takk fyrir okkur.