Við höfum fengið Hrafnhildi Helgu Guðmundsdóttur til að halda námskeið og kenna vinnu í hendi. Hún hefur haldið þessi námskeið í bænum og hefur verið mikil ánægja með þau. Farið verður í hvernig hægt er að notast við vinnu í hendi til að hjálpa hestinum að skilja grunnábendingar og ná betri stjórn á yfirlínu og andlegu og líkamlegur jafnvægi. Grundvöllur árangurs er að hesturinn sé sáttu og skilji ábendingar knapans, hvort sem það er frá jörðu eða á baki. Einnig verður farið í grunnatriði í hringteyminginum og hvernig hægt er að nota það sem viðbót við fjölbreytta þjálfun til byggja upp réttu vöðvana í hestinum. 

 

 Frábært tækifæri að byrja veturinn á vinnu í hendi þegar hrossin eru að komast af stað í þjálfun.

Hver og einn kemur með eigin hest og búnað.

Verð kr. 18.500, 3 skipti á miðvikudögum frá 13. janúar og 1 skipti laugardaginn 30. janúar. Boðið verður uppá tvenns konar hópa, meira og minna vanir. Hámark 4 saman í hóp.

Fyrirvari er gerður er varðar sóttvarnarreglur eða breytingum á þeim miðað við stöðu Covid.

Skráning fer fram á https://skraning.sportfengur.com/SkraningNamskkort.aspx?mode=add og þar er hægt að velja um hvaða hópur hentar best.

Frekari upplýsingar í síma 898-4979

Kær kveðja,

Fræðslunefnd