Ákveðið hefur verið að nýta kuldatíðina og flýta 2. vetramóti Sleipnis um eina helgi og hafa ísmót næstkomandi laugardag 27. febrúar klukkan 14:00 á Löngudæl á Stokkseyri. Skráning verður á staðnum og hefst hún klukkan 13:00. Mótið verður opið fyrir alla. Þeir flokkar sem eru í boði eru: barnaflokkur, unglingaflokkur, ungmennaflokkur, áhugamannaflokkur og opinn flokkur.
Kveðja nefndin