Kynningarfundur.
Kynningarfundur Æskulýðsnefndar Sleipnis verður haldinn þann 3.mars nk. Kl. 19.30 í félagsheimilinu Hliðskjálf.
Kynnt verður dagskrá vetrarins og einnig verður tekið á móti skráningum á þau reiðnámskeið sem í boði verða.
Félagsmenn, börn og ungmenni eru hvött til að mæta og kynna sér það sem í boði er. Nefndin býður upp á pizzur og gos að lokinni kynningu.
Æskulýðsnefnd Sleipnis