Í blíðskaparveðri fór fjölmennur hópur barna og foreldra í fræðslu- og óvissuferð Sleipnis sunnudaginn 17. maí. Í ferðina mættu 22 krakkar og 5 fullorðnir. Gengið var um Haukadalsskóg, trén skoðuð og grillað í frábærri aðstöðu skógræktarinnar í skóginum. Eftir að fleirir grilluðust en bara pylsurnar í hita og sól þá var lagt af stað og hverasvæðið að Geysi skoðað. Síðan voru Berglind og Ragnar á Efra-Langholti heimsótt og hesthúsið þeirra og efnilegir folar skoðaðir. Þegar undirrituð hefur lært að setja myndir inn á myndaalbúmið hér á vefnum má sjá fjölda mynda úr ferðinni. Myndir hafa verið sendar á alla þátttakendur á reiðnámskeiði Sleipnis í vetur á tölvupósti. Þeir aðrir sem óska eftir myndum geta sent fyrirspurn á raga@nett.is. kv Ragnhildur