Söðlasmiðirnir í Baldvin og Þorvaldi standa fyrir kynningu á hnökkum og reiðtygjum í versluninni næstkomandi fimmtudag 5. mars kl 18:00. Farið verður í gegnum uppbyggingu hnakka og reiðtygja og að hverju ber að hafa í huga varðandi viðhald og öryggi. Kíkt verður yfir mismunandi gerðir méla og hvaða reiðtygi henta með hverju o.sv. frv. Kynningin er hluti af æskulýðsstarfi félagsins, en foreldrar eru velkomnir með börnum sínum.

nefndin