{gallery}Kvennareid_2021{/gallery}
Laugardaginn 15.maí sl. var hin árlega kvennareið Sleipniskvenna farin.
Hópur fimmtíu Sleipniskvenna lagði af stað frá Sleipnishöllinni á Brávöllum um kl. 14 ,. Fimmtíu Sleipniskonur riðu sem leið lá niður með Gaulverjabæjarvegi, vestur Votmúlaveg og niður í búrgarðabyggð að Hrafntinna Villa en þar tók hún Hanne Smidesang á móti hópnum. Vitanlega var áð nokkrum sinnum á leiðinni til hressingar. Góð stund var hjá Hanne og nesti og fleira innbyrt. Riðið var til baka á Brávelli og kl. 19 var uppákoma í reiðhöllinni. Veisluþjónustan kom með grillvagn og grillaði ofan í mannskapinn og stóð gleðin yfir til kl. 23 eins og reglur leyfðu. Hanne og öllum sem að skipulagningu viðburðaris komu eru færðar bestu þakkir.