Stjórn Skeiðfélagsins hefur ákveðið nýjar dagsetningar fyrir þá tvo skeiðleika sem eftir eru í sumar. Til stóð að halda skeiðleika nú á miðvikudaginn en ákveðið hefur verið að fresta þeim til 11.ágúst og fara þeir þá fram á Brávöllum á Selfossi. Fimmtu og síðustu Skeiðleikar ársins fara svo fram samhliða Suðurlandsmótinu á Hellu og verða því WR leikar og fara fram helgina 20-22 ágúst en nákvæm tímasetning verður kynnt samhliða dagskrá mótsins.