Opið Páskatölt Sleipnis verður haldið á Ingólfshvoli þann 13. apríl n.k. kl 18:00 eftir tveggja ára hlé.

Keppt verður í 3 flokkum í tölti og einnig verður boðið uppá skeið í gegnum höllina ef þátttaka næst. Vegna ákveðins tímaramma sem við höfum verða sett fjöldatakmörk á flokkana.

Flokkarnir sem keppt verður í eru:

  1. Tölt T7 17 ára og yngri max 20 kepp,
  2. Tölt T3 Ungmennaflokkur max 20 kepp,
  3. Tölt T7 áhugamannaflokkur max 20 kepp, 
  4. Tölt T3 Opinn flokkur max 30 kepp, 
  5. Flugskeið, max 20 kepp. 

Skráning  er hafin og fer fram á Sportfeng og stendur yfir til miðnættis 10.apríl n.k. 

Skráningargjöld:

  1. Í flokki 17 ára og yngri 2000kr.
  2. Ungmennaflokkur 3500kr.
  3. Áhugamannaflokkur 3500kr.
  4. Opinn flokkur 3500kr.
  5. Flugskeið 2000kr.

Ef fólk kýs að greiða með millifærslu verður að senda kvittun á vetrarmot@sleipnir.is til þess að  skráning  verði og sé gild. 
Einnig má senda spurningar á þetta netfang ef eitthvað brennur á vörum fólks varðandi mótið.

Vetrarmótanefnd.